2
Ráðleggingar til leiðtoga
Þú átt að kenna fólki að lifa heilbrigðu trúarlífi í samræmi við Guðs orð. Aldraðir menn eiga að vera bindindissamir, heiðarlegir og hógværir. Þeim ber að þekkja sannleikann og trúa honum, sýna kærleika og þolinmæði.
Segðu öldruðum konum að vera hæglátar og grandvarar í öllu, eins og trúuðum sæmir. Þær eiga hvorki að vera rógberar né drykkfelldar, heldur til fyrirmyndar í hinu góða. Þær kenni ungum konum að vera hæglátar, elska eiginmenn sína og börn, sýna grandvarleik og hafa hreint hugarfar, hugsa um heimili sitt og sýna eiginmönnum sínum góðvild og hlýðni, svo að fólk lasti ekki trúna þeirra vegna.
Á sama hátt skaltu hvetja unga menn til að hegða sér vel og vera ábyrgir. Þú verður auðvitað sjálfur að vera þeim fyrirmynd í öllu sem gott er. Allt sem þú gerir á að bera þess vott að þú elskir sannleikann og viljir veg hans sem mestan. Vertu skynsamur og rökfastur og láttu engan veikan hlekk finnast í því sem þú segir, svo að þeir sem gagnrýna þig verði sér til skammar.
Minntu þræla á að hlýða húsbændum sínum og koma vel fram við þá. Þeir mega hvorki tala illa um yfirmenn sína 10 né vera þjófóttir, heldur skulu þeir vera áreiðanlegir í öllu og verða þannig öðrum hvatning til að trúa Guði, frelsara okkar.
11 Því að fyrirgefning Guðs og hjálpræði hans stendur öllum til boða, og það ókeypis. 12 Þetta sýnir að Guð vill að við snúum okkur frá guðleysi og syndsamlegum nautnum, til góðs og guðrækilegs lífernis, 13 bíðandi þeirrar stundar er dýrð hans birtist – dýrð hins mikla Guðs og frelsara okkar Jesú Krists, 14 sem tók á sig dóm Guðs yfir syndum okkar og dó í okkar stað. Þetta gerði hann til að leysa okkur frá syndinni og taka okkur að sér sem sína eigin þjóð – til að hreinsa hjörtu okkar og vekja hjá okkur löngun til að gera öðrum gott. 15 Þetta skaltu kenna hinum kristnu. Hvettu þá og leiðbeindu eftir þörfum og með röggsemi, því að þú hefur rétt til þess. Gættu þess að láta engan lítilsvirða þig.